Podcast episodes

  • Season 1

  • #9 Borghildur Fjóla - Landsbjörg

    #9 Borghildur Fjóla - Landsbjörg

    Borghildur Fjóla formaður Landsbjargar ræddi um starf Landsbjargar og þær áskoranir sem björgunarsveitir hafa verið í varðandi gosið á Reykjanesskaganum og öðrum verkefnum, ný kaup á bátum og margt fleira.

  • #8 Bergur Þorri - Fyrrum formaður Sjálfsbjargar

    #8 Bergur Þorri - Fyrrum formaður Sjálfsbjargar

    Bergur Þorri er viðskiptafræðingur með kennsluréttindi á meistarastigi og gegndi meðal annars ábyrgðarstöðu í stjórnun félagasamtaka s.s. ÖBí og Sjálfsbjörg. Mér lá að vita um stöðu öryrkja og bótakerfið í heild sinni, erfiða stöðu öryrkja í samfélaginu, skerðingar við það eitt að komast í vinnu og öðru eins tengdu. Aðrir sálmar, ellilífeyrisþegar og samningar ríkis við sveitarfélög. Seinni hluta ræddum við margt fleira, meðal annars það sem koma skal 30. Nóvember og umræðuna sem skapast hefur í kringum þessa kosningabaráttu.

  • #7 Ísak Rúnarsson - Samtök Atvinnulífsins

    #7 Ísak Rúnarsson - Samtök Atvinnulífsins

    Ísak Rúnarsson forstöðumaður málefnasviðs Samtaka Atvinnulífsins fór yfir ný afstaðinn fund samtakanna með formönnum flokkana á alþingi þar sem farið var yfir stöðugleika, orku og samkeppnishæfni okkar Íslendinga. Ísak kom til samtakanna frá alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Boston Consulting Group. Áður starfaði hann hjá Alþjóðamálastofnuninni í Róm, á hagfræðisviði Viðskiptaráðs og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu.

  • #6 Ingveldur Anna og Gísli Stefáns

    #6 Ingveldur Anna og Gísli Stefáns

    Ingveldur Anna (Varmahlíð undir Eyjafjöllum) sem tók þriðja sætið og Gísli Stefáns (Vestmannaeyjum) fjórða sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi komu í spjall. Við fórum yfir skólamálin sem eru núna í brennidepli, orkumálin í Vestmannaeyjum, Gísli fór yfir kristnu gildin og fleiri málefni úr samfélaginu voru rædd

  • Gunnar Þorgeirsson - Fyrrum form. Bændasamtakana

    Gunnar Þorgeirsson - Fyrrum form. Bændasamtakana

    Gunnar Þorgeirsson er garðyrkjubóndi á Ártanga í Grímsnesi og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands. Við fórum yfir stöðu bænda, hvernig eru málin þar, útflutningur og innflutningur á matvöru sem hefur áhrif á okkar bændastétt, er staðan slæm eða góð? Matvæla og fæðuöryggi okkar íslendinga kemur reglulega upp í umræðuna enn lítið verður úr verki varðandi plön um þau mál og Gunnar fer yfir það.