Episode notes
Monerium er fjártæknifyrirtæki sem stofnað var árið 2016. Fyrir um fjórum árum síðan varð fyrirtækið það fyrsta, og enn sem komið er eina, í Evrópu til þess að öðlast leyfi til útgáfu rafeyris á bálkakeðjum, er Fjármálaeftirlitið veitti félaginu formlegt leyfi til slíkrar útgáfu.
Við tókum viðtal við Gísla Kristjánsson, tæknistjóra og einn af stofnendum Monerium.