Explicit

Ekkert rusl - Hvernig getum við nært okkur án þess að ganga um og of á móður jörð? Þessu svarar Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, í þessum nýjasta þætti.
Explicit

EKKERT RUSL by EKKERT RUSL - Lena og Margrét

Episode notes
Lena varð kaupsjúk eftir að hafa sett sjálfa sig í kaupstraff allt árið 2022. Hjól atvinnulífsins fundu heldur betur fyrir því þetta árið að Lena væri farin að strauja kreditkortið sitt. Nú hugar hún að því að fara aftur í það að hefta kaupagleðina 2024. Sjáum hvað setur en Margrét greinir frá því að hún notar árlega vel yfir 2000 bómullaskífur til þess að þrífa á sér andlitið kvölds og morgna. Lena segir að hún eigi að hætta þessu rugli og byrja að nota þvottapoka í staðinn. Þetta og margt fleira ræða þær í glænýjum haustþætti af EKKERT RUSL, sá fyrsti sem tekinn er upp í nýrri aðstöðu í Góða hirðinum. Þær Lena og Margrét keyptu sér notaðar hlaðvarps-upptökugræjur og eru búnar að koma sér vel fyrir í nýju og glæsilegu húsnæði Góða hirðisins. Í þennan fyrsta þátt eftir hlé kemur Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla- og næringafræðideild ...   ...  Read more
Keywords
næringlýðheilsaveganketokolefnisfótspor