EKKERT RUSL - Að þessu sinni fórum við Ekkert rusl tvíeykið á Matvælaþing sem haldið var í Hörpu og settum upp pop-up hlaðvarp. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra er fyrst níu viðmælenda sem við tókum tali í þessum fræðandi og lifandi þætti.

EKKERT RUSL by EKKERT RUSL - Lena og Margrét

Episode notes

Þátturinn okkar er nú í fyrsta sinn tekinn upp sem pop-up hlaðvarp og það í Hörpu þann 15. nóvember á þingi um hringrásarhagkerfið í tengslum við matvælaframleiðslu, - dreyfingu og -neyslu. Matvælaráðuneytið stendur fyrir þinginu sem haldið var í annað sinn og er þátturinn stútfullur af fræðslu sem á beint erindi til neytenda. Til að mynda fáum við að kafa ofan í ruslið og sjáum hversu miklu hvert mannsbarn hendir ár hvert og tölurnar eru sláandi. Það kemur okkur á óvart að vökvi er ekki með í tölfræðinni þannig að mjólkurvörur, súpur og annað sem fer í vaskinn, fer einmitt í vaskinn í orðsins fyllstu merkingu. Ari Eldjárn er í viðtali og segir farir sínar ekki sléttar í umleitan sinni til þess að vera góður neytandi og flokkari. Hann var með frábær innlegg á þinginu til þess að brjóta upp formið en fyrirlestrarnir voru heilt yfir ekki bara fræða ... 

 ...  Read more
Keywords
matvælaþingmatvælaráðuneytipop up hlaðvarpharpaumhverfisstofnunmatvælaráðherra